Eldri færslur
Af mbl.is
Pólitísk ábyrgð
26.1.2009 | 09:45
25. janúar 2009 gerðist það í fyrsta skipti í sögu Íslands að hugtakið "Pólitísk ábyrgð" fékk einhverja merkingu.
Við notum þetta hugtak oft og vísum til þess, reyndar með ólíkum skilningi og eftir því tilefni sem hentar hverju sinni. Þegar stjórnmálamenn nota þetta, sem eitt af réttlætingartækjum sínum, þá er það venjulega með tengingu í fulltrúalýðræðið. Þeir segja að þeir beri pólitíska ábyrgð og að hún sé bara endurnýjuð í kosningum.
Þetta er auðvitað rangur skilningur en þar sem engin hefur getað breytt þessu þá hefur þessi skilningur vaðið uppi, enda eru það bara valdaaðilar sem þurfa að nota þessa skilgreiningu. Einstaklingar nota þetta bara þegar þeir eru í valdastöðum og því er ekki að vænta breytinga.
Misskilningurinn er sá að pólitísk ábyrgð snýst ekki um kosningar - það er eitthvað sem er í daglegum störfum og í stefnumótun. Það er eitthvað sem hefur merkingu og byggist á virðingu fyrir lýðræðinu sem slíku og virðingu fyrir því fólki sem valdaaðilar eiga að þjónusta.
Ég vil óska Björgvini G. Sigurðssyni Samfylkingarmanni til hamningu með að vera fyrsti aðilinn, sem ég veit um, til að bera pólitíska ábyrgð á stefnu og vinnubrögðum. Það eru auðvitað margar skoðanir á því hvenær og hvers vegna hann ætti að segja af sér ráðherradómi - en hann gerði þetta og það er meira en nokkur annar hefur gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.