Eldri færslur
Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hugsa um Ísland
22.4.2009 | 10:10
Mér finnst sérstakt að fréttamenn séu að gera kröfur á Jóhönnu að hún sé endalaust í viðtölum við erlenda fjölmiðla.
Vitið þið ekki að það eru þrír dagar til kosninga í dag og að henni, einsog aðrir stjórnmálafulltrúar, ber skylda til að tala við okkur hér á Íslandi og kynna okkur stefnumál sín.
Þó örfáir erlendir miðlar bíði nú í nokkra daga eða jafnvel vikur er ekki stórmál. Þingið er búið að vera á fullu, stutt í kosningar og hún er að stjórna landinu á erfiðum tímum.
Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hnökrar lýðræðis
14.4.2009 | 12:39
Lýðræði er hugmyndafræði, aðferð og tæknilegar útfærslur. Síðsustu daga höfum við verið að fylgjast með og fengið þarfa umræðu um tæknilegar hliðar lýðræðisins. Við höfum loksins fengið nokkra innsýn inn í það hvernig stjórnmálaflokkar og frambjóðendur starfa bak við tjöldin. Við sjáum glita í þá aðferðarfræði sem þeir nota til að endurnýja vald sitt og hvernig þeir sækja fjármuni sem þeir nota síðan til að kaupa bjór, búa til auglýsingabæklinga eða gera annað sem tilheyrir kosningaáróðri.
Flest að því sem hefur komið fram hefur verið í þögulli umræðu manna á milli en ekki uppá yfirborðinu. Stjórnmálafræðingar hafa vitað að svona gerist þetta en ekki náð að afhjúpa eða viljað verja sínum fræðimannakröftum til að taka þetta saman á skiljanlegan hátt. Óskandi væri að þessi endurskoðun á innviðum samfélagsins héldi áfram og það sem var áður þögult og tók ekki að ræða verður opið til almennrar umræðu.
Prófkjörsaðferðir, styrkir til stjórnmálaflokka á sveitarstjórnarstigi, auglýsingar byggingafyrirtækja í flokksblöðum í staðin fyrir lóðaúthlutanir, vinaráðningar og fleiri fletir á hinu hefðbundna flokksstarfi verða að komast uppá yfirborðið. Verktakar og framkvæmdaaðilar hjá hinu opinbera virðist geta valið eftir annarlegum ástæðum og stundum er ekki hlustað á þá aðila sem eiga að gera athugasemdir (til dæmis úrskurðarnefndir og umboðsmenn).
Það er nefnilega svo að fulltrúalýðræðið hefur gríðarlega marga ókosti, sérstaklega ef við höfum ekki sjálfstæðar nefndir og óháða aðila til að gera athuganir til að uppræta ósóman. Nútíma fyrirkomulag á lýðræði hefur ekki enn þær stofnanir eða aðgerðir sem geta afhjúpað og upprætt þá stjórnmálaaðferðir sem við höfum orðið vitni að á síðusu mánuðum. Almennir kjósendur hafa lítil bein áhrif og það er engin stofnun eða valdafyrirkomulag sem getur tekist á við þetta. Núverandi fyrirkomulag byggist á því að flokkarnir afhjúpi og athugi sjálfan sig - sem varla telst happavænlegt.
Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kosninga-upphitun
29.1.2009 | 08:26
Það virkar einsog Morgunblaðið sé komið í kosningaham. Nú eru fyrirsagnir orðnar djarfar og komið svona ögrandi yfirbragð á fleirri fréttir.
Þetta Icesave málefni hefur alltaf verið galopið og það hefur engin lokað því, nema kannski tímabundin lokun einhverja fréttaskrifara. Mér skilst að ekki sé lokið við semja um þetta, eins á eftir að gera upp skuldirnar og fleira í þesssum dúr.
Merkilegt að taka fram að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks hafi eitthvað lokað málinu en Samfylking/VG opnað málefnið. Til viðbótar þá eru gömlu bankarnir ennþá óuppgerðir og við vitum ekki um virði eftristandandi eigna þeirra. Það er því margt óklárað og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks getur ekki skotið sér undan ábyrgð.
Leyfið mönnum (Samfl./VG) að birta stefnuskrá og fá lyklana áður en þið byrjið á því að rífa þá niður fyrir þeirra gjörðir.
Opnast Icesave-málið að nýju? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólitísk ábyrgð
26.1.2009 | 09:45
25. janúar 2009 gerðist það í fyrsta skipti í sögu Íslands að hugtakið "Pólitísk ábyrgð" fékk einhverja merkingu.
Við notum þetta hugtak oft og vísum til þess, reyndar með ólíkum skilningi og eftir því tilefni sem hentar hverju sinni. Þegar stjórnmálamenn nota þetta, sem eitt af réttlætingartækjum sínum, þá er það venjulega með tengingu í fulltrúalýðræðið. Þeir segja að þeir beri pólitíska ábyrgð og að hún sé bara endurnýjuð í kosningum.
Þetta er auðvitað rangur skilningur en þar sem engin hefur getað breytt þessu þá hefur þessi skilningur vaðið uppi, enda eru það bara valdaaðilar sem þurfa að nota þessa skilgreiningu. Einstaklingar nota þetta bara þegar þeir eru í valdastöðum og því er ekki að vænta breytinga.
Misskilningurinn er sá að pólitísk ábyrgð snýst ekki um kosningar - það er eitthvað sem er í daglegum störfum og í stefnumótun. Það er eitthvað sem hefur merkingu og byggist á virðingu fyrir lýðræðinu sem slíku og virðingu fyrir því fólki sem valdaaðilar eiga að þjónusta.
Ég vil óska Björgvini G. Sigurðssyni Samfylkingarmanni til hamningu með að vera fyrsti aðilinn, sem ég veit um, til að bera pólitíska ábyrgð á stefnu og vinnubrögðum. Það eru auðvitað margar skoðanir á því hvenær og hvers vegna hann ætti að segja af sér ráðherradómi - en hann gerði þetta og það er meira en nokkur annar hefur gert.
Við erum tísku-snillingar
23.1.2009 | 14:40
Ég var hálf fúll þegar einn félagi minn erlendis benti mér á að við værum ekki eins miklir "tískusnillingar" og við héldum. Ég hef reyndar ekki haft miklar skoðanir á þessu en hef jú sagt að við íslendingar væru ansi góðir í mörgu, reyndar verið þögull eftir bankahrunið.
Alla vega eru þetta stælar að segja að Björk sé illa klædd.
http://movies.msn.com/movies/gallery.aspx?gallery=3657&photo=233159
Hverjum á að treysta
7.1.2009 | 15:52
Spurning að hafa gaman af fréttum.
Við félaganir vorum að ræða um myntkörfulán og flutning þeirra til íbúðarlánasjóðs - skiljanlega höfðum við ólíkar fréttir af stöðu mála - og vitnuðum báðir í Guðmund nokkurn.
Sjá frétt frá RÚV í dag:
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir engar viðræður við fjármálastofnanir um yfirtöku á erlendum íbúðalánum einstaklinga. Þau mál hafi verið lögð til hliðar í bili.
Í haust námu íbúðalán bankanna hátt í 600 milljörðum króna. Auk þess námu myntkörfulán til íbúðakaupa 100 milljörðum króna. Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir að engar samningaviðræður séu um yfirtöku sjóðsins á erlendum lánum fólks.
Erlend íbúðalán til ÍLS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |