Höfundur

Sverrir Óskarsson
Sverrir Óskarsson

Málið er að njóta þess sem lífið býður uppá. Ekki það sem kemur einhverntímann heldur því sem felst í hinu daglega amstri.

Eldri færslur

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Hnökrar lýðræðis

Lýðræði er hugmyndafræði, aðferð og tæknilegar útfærslur. Síðsustu daga höfum við verið að fylgjast með og fengið þarfa umræðu um tæknilegar hliðar lýðræðisins. Við höfum loksins fengið nokkra innsýn inn í það hvernig stjórnmálaflokkar og frambjóðendur starfa bak við tjöldin. Við sjáum glita í þá aðferðarfræði sem þeir nota til að endurnýja vald sitt og hvernig þeir sækja fjármuni sem þeir nota síðan til að kaupa bjór, búa til auglýsingabæklinga eða gera annað sem tilheyrir kosningaáróðri.

Flest að því sem hefur komið fram hefur verið í þögulli umræðu manna á milli en ekki uppá yfirborðinu. Stjórnmálafræðingar hafa vitað að svona gerist þetta en ekki náð að afhjúpa eða viljað verja sínum fræðimannakröftum til að taka þetta saman á skiljanlegan hátt. Óskandi væri að þessi endurskoðun á innviðum samfélagsins héldi áfram og það sem var áður þögult og tók ekki að ræða verður opið til almennrar umræðu. 

Prófkjörsaðferðir, styrkir til stjórnmálaflokka á sveitarstjórnarstigi, auglýsingar byggingafyrirtækja í flokksblöðum í staðin fyrir lóðaúthlutanir, vinaráðningar og fleiri fletir á hinu hefðbundna flokksstarfi verða að komast uppá yfirborðið. Verktakar og framkvæmdaaðilar hjá hinu opinbera virðist geta valið eftir annarlegum ástæðum og stundum er ekki hlustað á þá aðila sem eiga að gera athugasemdir (til dæmis úrskurðarnefndir og umboðsmenn).

Það er nefnilega svo að fulltrúalýðræðið hefur gríðarlega marga ókosti, sérstaklega ef við höfum ekki sjálfstæðar nefndir og óháða aðila til að gera athuganir til að uppræta ósóman. Nútíma fyrirkomulag á lýðræði hefur ekki enn þær stofnanir eða aðgerðir sem geta afhjúpað og upprætt þá stjórnmálaaðferðir sem við höfum orðið vitni að á síðusu mánuðum. Almennir kjósendur hafa lítil bein áhrif og það er engin stofnun eða valdafyrirkomulag sem getur tekist á við þetta. Núverandi fyrirkomulag byggist á því að flokkarnir afhjúpi og athugi sjálfan sig - sem varla telst happavænlegt.


mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband